Fyrsti dómur fellur í gengistryggðu láni
Dómsmál E-4501/2009 var tekið fyrir föstudaginn 13. nóv. og dómur birtur 3. des. 2009
Í stuttu máli var stefnanda SP-fjármögnun dæmt í hag þrátt fyrir yfirgnæfandi rök um að lán sem þessi væru ólögmæt. Ekki þarf að fjölyrða um að þetta eru Hagsmunasamtökum heimilanna mikil vonbrigði og nokkuð ljóst að dómarar eins og Páll Þorsteinsson eru tilbúnir að dæma þvert ofan í gildandi lög frá 38/2001 um vexti og verðbætur.
Drög að samkomulagi um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun
Samkomulag fjármálafyrirtækjanna er að finna í meðfylgjandi pdf-skjali en það má lesa með því að smella á "lesa meira" og svo á hlekkinn neðst í textanum.
SP-fjármögnun braut á viðskiptavinum
Af vef mbl.is: "Neytendastofa telur að eignaleigan SP–Fjármögnun hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að breyta almennum skilmálum bílasamninga í erlendri mynt á þá leið að föstu vaxtaálagi skuli framvegis vera unnt að breyta árlega.Neytendastofa telur breytinguna of viðamikla til þess að hún yrði framkvæmd með einfaldri skilmálabreytingu. Þá taldi stofnunin sérstaklega ámælisvert að breytingin hafi ekki verið kynnt lántaka sérstaklega." Lesa nánar hér á mbl.is og úrskurð neytendastofu hér.
Kaupum við HS Orku?
Því hefur verið stungið að HH að heimilin hefðu hag af því að halda eignarhaldi á HS Orku innanlands. Lagt er til að almenningur kaupi 1/3 hlut á móti ríki og lífeyrissjóðum. Stofnaður hefur verið hópur á Fésbókinni (Facebook) sem stefnir að þessu markmiði.
Ég, í nafni skuldunauta, vil taka yfir banka
Svo mælir Gandri:
"Ég undirritaður, Guðmundur Andri Skúlason, kt. 190471-4629, óska eftir að komast í samband við skuldara Frjálsa fjárfestingabankans í þeim tilgangi að mynda með skuldunautum bankans hóp sem tæki að sér milliliðalaust, að semja við kröfuhafa bankans."
"Ellefu firrur um Icesave"
Ritstjóri heimilin.is vill vekja athygli lesenda á grein Jón Helga Egilssonar á Pressunni. Jón Helgi segir meðal annars:
Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar um Seðlabankann
Ritsjóri heimilin.is vill vekja athygli lesenda og félagsmanna HH á þessari grein Ólafs Arnarsonar á pressunni. ÓA rekur í greininni hyldýpis afglöp fyrrum bankaráðs SÍ og sérstaklega formanns bankaráðsins. Að sögn ÓA tapaði SÍ 350 milljörðum af fé bankans og þar með fé skattborgaranna.
Viljum bæta hér við grein Ólafs Margeirssonar um sama efni. Hún er ekki síður athyglisverð.
Framsýn- stéttarfélag Ályktar um stöðu heimilanna

Hitajöfnun og hitaaðlögun í draumalandinu
Jobbi átti hús og var í viðskiptum við Hitaveituna hf. Þannig vildi til að tveir mælar voru á vatnsnotkuninni. Annar var út í götu og hinn við sjálft inntakið. Hitaveita vildi meina að mælirinn í götunni væri öruggari og sannfærði Jobba um að notkunarmæling miðaðist við þann mæli. Nú verður gröfuóhapp (grafa hitaveitunnar) og gat kemst á rörið á milli mælisins úti í götu og mælisins við inntakið. Þetta var svert veiturör og út lak 25 ára jafnaðarnotkun hússins af vatni áður en tókst að skrúfa fyrir.
Fundur með Jóhönnu ekki með fulltrúum HH
Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í dag. Vilji þau ræða við Hagsmunasamtökin þá verður það ekki í gegnum mótmælaaðgerðir eins og í dag, heldur á fyrirfram skipulögðum fundi. Hagsmunasamtökin hafa lagt sig fram um fagleg og vel undirbúin vinnubrögð. Kaffiboð með nokkurra mínútna fyrirvara fellur ekki undir það.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er tilbúin að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra hvenær sem er. Við höfum þegar átt fund með mörgum aðilum, m.a. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og eigum fulltrúa í undirnefnd Velferðarvaktarinnar. Viljum við því koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra og fjármálaráðherra að nefna þann tíma sem þeim hentar að hitta okkur og við munum ekki láta bíða eftir okkur.
Samtökin harma að forsætisráðherra hafi þann skilning að fulltrúar Nýrra tíma hafi verið talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna - sú er EKKI raunin.
Michael Hudson svarar spurningum
Lára Hanna Einarsdóttir stóð fyrir spurningaþætti milli lesenda og Michael Hudson 6. maí 2009. Hér kemur inngangur Láru og hlekkur á vefsíðuna
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
Smellið á myndina til að sjá í réttri stærð og lesa textann. Þessi mynd segir allt sem segja þarf um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og viðhorf til heimilanna.